Bíó Paradís opnar á ný

Auglýsing

Bíó Paradís opnar dyrnar aftur fyrir gestum föstudaginn, 18. september!

Miklar endurbætur hafa farið fram á bíóhúsinu síðan skellt var í lás í mars síðastliðinn.

„Þetta er Paradísin eins og þú hefur aldrei séð hana áður. Komin í nýja og glæsilega aðstöðu og við hefðum náttúrlega aldrei getað gert þetta án þeirra fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg.

Fólk hefur verið að mæta hérna, án gríns, í sjálfboðavinnu trekk í trekk í trekk. Helgi eftir helgi. Fólk bara mætir. Það er æðislegt. Við sjálf erum náttúrlega búin að leggja dag og nótt við. Ekkert okkar hefur tekið sumarfrí og við erum búin að vinna flest allar helgar eftir að bíóinu var lokað í mars til þess að reyna að láta þetta verða að veruleika,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar í samtali við Fréttablaðið

Auglýsing

„Við viljum bara fara að opna dyrnar aftur fyrir gestum og halda áfram að vera bíó. Við getum bara ekki beðið eftir að fara að sýna fólki bíómyndir þótt það verði eitthvert smáræði eftir óklárað.“

Auk þess að hýsa Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda sem nú er haldin í fyrsta skipti í Reykjavík, eftir að hafa þurft að aflýsa tvisvar á Patreksfirði í sumar vegna Covid-19, þá verður boðið uppá þéttskipaða og fjölbreytta dagskrá í vetur sem engi ætti að verða svikinn af!

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram