Bjössi í World Class birtir bréfin:„Ég leitaði til tveggja virtra lögmanna um álit“

Björn Leifsson, eigandi heilsuræktarstöðvarinnar World Class, sendi heilbrigðisráðherra bréf í síðustu viku. Í bréfinu krefst hann þess að sömu reglur gildi fyrir heilsuræktarstöðvar, sundlaugar og aðra íþróttastaði.

Í bréfinu krefst hann þess að starfsemi líkamsræktarstöðva fái að hefjast á ný. Hann bendir á það að í nálægum löndum, eins og t.d. á Norðurlöndunum og í Bretlandi, séu líkamsræktarstöðvar ekki lokaðar.

„Meira að segja í löndum þar sem ástand og útbreiðsla sóttarinnar hefur verið mun alvarlegri en hjá okkur, t.d. í Bretlandi, á það sama við. Í þessum löndum er þáttur heilsuræktarstöðvanna í því að viðhalda líkamlegu og andlegu heilbrigði fólks talinn svo mikilvægur að þeim er haldið opnum,“ skrifar hann.

„Ég hef í vaxandi mæli spurt mig þeirrar spurningar afhverju það sama gildi ekki á Íslandi. Fullyrða má að hreinlæti og ástand heilsuræktarstöðva World Class er með því besta sem gerist og þangað sækir stór hluti þjóðarinnar endurnæringu sem ekki er auðvelt að sæka annars staðar, sérstaklega á þessum árstíma.“

Bjössi segist hafa leitið til tveggja virtra lögmanna um álit vegna málsins og birtir einnig álitsgerð þeirra.

Bréfin má sjá hér fyrir neðan.

Vegna nýrrar reglugerðar stjórnvalda um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem hefur gildissvið frá 10. desember 2020…

Posted by World Class Iceland on Miðvikudagur, 9. desember 2020

Auglýsing

læk

Instagram