Bocelli frestað til 21. maí 2022

Auglýsing

„Því miður neyðumst við til að fresta tónleikunum með Andrea Bocelli sem áttu að fara fram 27. nóvember í Kórnum,“ segir í tlkynningu frá Senu Live.

„Hertar hömlur sem stjórnvöld kynntu síðasta föstudag og gilda til 8. desember gera það að verkum að ómögulegt er að halda tónleikana. Það hryggir okkur mjög að þurfa tilkynna þetta aðeins tveimur vikum fyrir tónleikana.“

 

Nýja dagsetningin er:
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2022.


Allir miðar gilda áfram á tónleikana 21. maí, miðahafar þurfa ekkert að gera og hafa nú þegar verið látnir vita. Ef nýja dagsetningin hentar ekki þá eiga miðahafar rétt á fullri endurgreiðslu. Til þess að fá endurgreitt þarf að fara fram á það við miðasölu innan 14 daga með því að senda tölvupóst á [email protected].

Auglýsing

„Við biðjum miðahfa velvirðingar á óþægindum sem þessi breyting kann að valda en á sama tíma þökkum við fyrir þolinmæðina og skilninginn.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram