Brot gegn fyrirmælum sóttvarnalæknis geta varðað fangelsi

Auglýsing

Upp hafa komið tilfelli þar sem fólk er að koma sér undan því að fara í sóttkví vegna COVID-19 með því að ferðast með tengiflugi frá tilgreindum hættusvæðum til Íslands.

Sektir eða fangelsisdómar geta legið við því að brjóta vísvitandi sóttkví og stofna þannig öðru fólki í hættu. Einnig getur sóttvarnalæknir fengið lögregluna til að vista einstakling nauðugan í einangrun ef hann reynist ósamvinnuþýður.

„Ef einstaklingur er með sjúkdóm og vill ekki gera neitt til að hefta útbreiðslu smitunar, og almannahagsmunir liggja undir, getur sóttvarnalæknir leitað aðstoðar lögregluyfirvalda,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið

Lögin kveða einnig á um að hver sem valdi hættu á útbreiðslu næms sjúkdóms með því að brjóta gegn lagafyrirmælum eða varúðarreglum geti átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Jafnvel sex ára fangelsi ef um er að ræða sjúkdóm sem hið opinbera gerir sérstakar ráðstafanir til að hefta.

Auglýsing

„Um leið og liggur fyrir að fólk sé að viðhafa háttsemi til að komast hjá því að fara í einangrun er það meðvitað að komast hjá fyrirmælum stjórnvalda og þar með taka meðvitaða áhættu, eða það sem kallað er í refsiréttinum dolus event­ualis, láta sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja og gæti það talist ásetningsbrot,“ útskýrir Jón.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram