Camilla Läckberg og Alexander Karim skrifa epíska ástarsögu fyrir Storytel

Auglýsing

Saman hafa metsöluhöfundurinn Camilla Läckberg og vinsæli leikarinn Alexander Karim skrifað hljóðbók aðeins fyrir Storytel Original. Þessi epíska ástarsaga fjallar um tvo einstaklinga sem kynnast þegar þeir eru í strangri einangrun á hótelherbergjum. Á meðan geisar banvæn veira sem ógnar tilvist mannkynsins. Þegar einstaklingarnir brjóta reglur einangrunarinnar fyrir mistök, verður til flókið ástarsamband sem stofnar lífi þeirra í hættu.

Jökull verður gefin út um allan heim á Storytel frá og með 15. júní.

Hvaða áhrif hefur einangrun á einstakling? Hvers virði er líf án þess að komast í snertingu við annað fólk? Hvernig er hægt að elska ef ástin er banvæn? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem veittu innblásturinn að Jökli, skáldsögu eftir metsöluhöfundinn Camillu Läckberg og vinsæla leikarann Alexander Karim.

Jökull verður gefin út á fjórtán tungumálum, og birtist aðeins á Storytel. Hún kemur út þann 15. júní í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Íslandi, Búlgaríu og Póllandi en verður gefin út síðar á árinu í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó, Spáni, Ítalíu, Rússlandi og Tyrklandi. Hver markaður fyrr sig mun sjá um að ráða í hlutverk raddleikaranna fyrir upptökur á sínu tungumáli. Það eru þau Alexander Karim og hin fræga Bergman leikkona, Lena Endre, sem munu ljá persónunum raddir sínar í sænsku útgáfunni.

Auglýsing

Endre og Karim gegna einnig aðalhlutverkum í samnefndri kvikmynd sem frumsýnd verður næstkomandi vor undir framleiðslu og leikstjórn Baker Karim.

„Að vinna með sögu á mismunandi sniðum gefur henni frábæra möguleika. Í hljóðbókaútgáfunni fá hlustendur tækifæri til að tengjast sögupersónunum sterkari böndum og kynnast ólíkum hliðum þeirra; þar er hægt að byggja upp söguþráðinn, taka ólíkar stefnur og ganga ótroðnar slóðir – sagan gæti í rauninni endað á allt annan hátt. Jökull er saga sem nær út fyrir öll landamæri; saga sem ég og Alexander brennum fyrir. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hana ná til almennings í ólíkum framsetningum,” segir Camilla Läckberg.

„Þetta er áhrifarík saga sem liggur nærri hjörtum okkar og verkefni sem er án efa knúið áfram af miklum eldmóði. Söguþráðurinn á, að sjálfsögðu, innblástur sinn að rekja til veruleikans sem við höfum búið við síðastliðið ár. Þetta hefur verið átakanlegt og ótrúlegt ár. Ég hlakka mikið til að geta loksins deilt afrakstrinum í náinni framtíð,” segir Alexander Karim.

Jökull gerist á lúxushóteli, þar sem kvenkyns læknir og karlkyns prestur eru hver um sig í sínu herbergi. Þau eru ómeðvituð um tilvist hvors annars. Utan sóttkvíarinnar, sem bæði verndar þau og brýtur þau niður, ríkir ofsafenginn heimsfaraldur. Þau þurfa að láta sig hafa stranga einangrun til að komast lífs af, en að mörgu leyti hafa þau lokað sig af fyrir löngu. Hrikaleg mistök leiða til forboðinna kynna – og fræi að stórfenglegri og yfirgnæfandi ást er sáð. Ást sem er þess virði að deyja fyrir.

„Jökull er vægðarlaus ástarsaga sem gerist á tíma þar sem allir hafa á einhvern hátt fengið að upplifa hvaða áhrif einangrun getur haft á sálina. Sagan er í sönnum anda Shakespeare, þar sem löngun hjartans er dýrmætari en lífið sjálft. Við hjá Storytel erum þakklát fyrir tækifærið sem við höfum fengið til að vinna þessa sögu. Jöklateymið okkar, sem er eitt það stærsta sem við höfum sett saman til þess að vinna hljóðbók, hefur skapað áhrifaríka sögu sem við vonum að fangi hjörtu hlustenda okkar,” segir Anna Öqvist Ragnar, aðalframleiðandi Jökuls hjá Storytel.

„Þetta er stærsta verkefni okkar hingað til með tilliti til þeirra fjölda þýðinga og framleiðslu sem við erum að vinna að á sama tíma. Þessi saga á mikið erindi, og það er svo gaman að geta boðið fjölda hlustenda í mörgum löndum upp á hana. Storytel Original gefur út spennandi úrval af staðbundnu, sérsniðnu og alþjóðlegu efni,” segir Rickard Henley, útgáfustjóri Storytel á heimsvísu.

„Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi með Camillu Läckberg og Alexander Karim. Camilla er gríðarlega vinsæl hjá Storytel á Íslandi og við erum með allar skáldsögur hennar aðgengilegar sem hljóð- og rafbækur. Núna erum við að vinna að þýðingu á verkinu og að ráða í hlutverk raddleikaranna og við hlökkum til að hefjast handa á þessu áhugaverða verkefni,” segir Elísabet Hafsteinsdóttir, útgáfustjóri Storytel á Íslandi.

Staðreyndir um Camilla Läckberg

Camilla Läckberg er einn þekktasti rithöfundur Svíþjóðar. Hún reið á vaðið með hinni víðfrægu  Fjällbacka-bókaseríu sem samanstendur af tíu glæpaskáldsögum um rithöfundinn Erica Falck og lögregluþjóninn Patrik Hedström. Bókaserían hefur verið gefin út í fleiri en 60 löndum og hafa bæði kvikmyndir og sjónvarpsþáttaseríur verið gerðar upp úr henni. Einnig hefur Camilla Läckberg skrifað vinsæla barnabókaseríu um ungu ofurhetjuna, Ofur-Kalla.

Nýjustu skáldsögur hennar, Gullbúrið (2019) og Silfurvængir (2020), eru fyrstu tvær bækurnar í nýrri vinsælli seríu um Faye.

Staðreyndir um Alexander Karim

Alexander Karim er leikari sem er þekktur fyrir hlutverk sín í vinsælum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum. Hann lék meðal annars í þáttaröðinni Ísalög sem var sýnd á RÚV og tekin upp að mestu leyti á Íslandi. Karim hefur gefið út eina skáldsögu og eina barnabók.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram