ÁSTARSAGA í Covid! Brúðkaupið í menntaskólanum þar sem þau stóðu saman fyrir 28 árum án þess að verða par!

Auglýsing

Janet Fenner og Gregory Dabice stóðu saman á sviði árið 1992 þegar hann var valinn kóngur lokaballsins og hún drottninginn. Þau fengu kórónur og fögnuðu saman en svo skildu leiðir þar til 28 árum síðar.

Þau pössuðu vel saman en Greg var fullviss um að hún væri of góð fyrir hann. Þau giftust því bæði öðrum mökum og eignuðust fjölskyldur. Þau eiga samtals sjö börn en þau mættu öll í brúðkaupið.

Það var tilviljun ein að þau fóru að spjalla saman aftur en þau voru bæði skilin og höfðu skráð sig „á lausu“ í stefnumótaforritinu Bumble. Greg þóttist kannast við hana og fannst hún lítið hafa breyst.

Til að vera viss þá sendi Greg vini sínum úr menntaskóla myndina og spurði hvort þetta væri ekki örugglega hún. Vinurinn taldi það líklegt svo Greg manaði sig upp í að senda Janet skilaboð á Bumble.

Auglýsing

Hann spurði: „Er þetta örugglega þú, Janet?“ – hún játaði og þau ákváðu að hittast á bar í nágrenni við húsið hennar. Þau hittust og ræddu saman í meira en tvær klukkustundir um gamla tíma.

Þau urðu ástfanginn og ræddu í fyrstu öllum stundum saman í gegnum netið vegna Covid. Gátu þau svo ekki beðið lengur með að vera saman svo hann bað hana að giftast sér og héldu þau lítið brúðkaup. Það fór fram á sama sviði og þau höfðu staðið á 28 árum áður.

Þetta voru greinilega örlög því það voru svo margar tilviljanir sem leiddu þau saman aftur.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram