Dóttir þeirra fór í hjartastopp eftir átök við lögreglumenn

Auglýsing

Síðastliðið vor lést ung kona, Hekla Lind Jónsdóttir, eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar.

Foreldrar Heklu fengu símtal um morguninn. Þeim var tilkynnt að dóttir þeirra hefði farið í hjartastopp í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur. Þegar þau komu á spítalann var Hekla í öndunarvél og lífsmark lítið sem ekkert. Hún var úrskurðuð látin nokkrum klukkutímum síðar.

Kvöldið áður hafði Hekla verið með vinum sínum í íbúð í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var um eiturlyf. Hún hafði neytt örvandi efna, amfetamíns og kókaíns, og einnig tekið inn róandi lyf. Hekla fór í geðrof og hljóp út úr húsinu í mikilli geðshræringu og var óviðráðanleg að sögn vitna, berfætt og án yfirhafnar.

„Hún hleypur fram hjá spítalanum og niður á Snorrabraut, dettur í einhvern skurð og krafsar sig þar upp, og heldur áfram yfir Snorrabrautina og inn í þennan garð,“ segir Guðrún.

Auglýsing

„Eins og við skiljum þetta hleypur hún yfir brautina og lögreglan á eftir og hún fer yfir garð og stekkur niður girðingu og þar ná þeir henni. Þar segja þeir að hún hafi ætlað inn í kjallaraíbúð. Hún var að klóra í einhvern glugga þegar lögreglan tekur hana,“ segir Jón, faðir Heklu.

„Það var kallað eftir sjúkrabíl fyrir hana því hún var í geðrofi og þurfti hjálp. Hún var ekki búin að brjóta neitt af sér. Hún var ekki glæpamaður en þessir lögreglumenn virðast hafa ráðist á hana og legið þannig á henni með hné í bak og axlir þannig það voru gríðarlega miklir áverkar. Eins og réttarmeiningarfræðingur segir þá átti hún bara aldrei möguleika. En jafnframt að þetta var algjörlega óþarft og þurfi ekki að koma til,“ segir Jón.

Hér fyrir neðan má sjá þátt Kompás í heild sinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Oreo ostakaka

Instagram