Drottningin styður ákvörðun Harry og Meghan

Elísabet Bretadrottning hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hún styðji ákvörðun Harry Bretaprins og konu hans Meghan. En eins og alþjóð veit tilkynntu þau á dögunum að þau ætli að stíga til hliðar frá konungsfjölskyldunni og verða fjárhagslega sjálfstæð. Sjá einnig hér: Harry og Meghan draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni

Breska slúðurpressan hefur verið dugleg að birta fréttir þess efnis að konungsfjölskyldan sé æf og styðji ekki ákvörðun hjónanna.

„Við fjölskyldan styðjum fullkomlega við þá ákvörðun Harry og Meghan að skapa sér nýtt líf sem lítil fjölskylda,“ segir í yfirlýsingu drottningarinnar, sem var gefin út eftir fjölskyldufund á sveitaheimili hennar, Sandringham.

„Þrátt fyrir að við hefðum frekar viljað hafa þau í fullu starfi sem meðlimir konunglegu fjölskyldunnar, þá virðum við og skiljum ákvörðun þeirra að lifa sjálfstæðu lífi sem fjölskylda. Þau munu áfram vera mikilsmetinn hluti af minni fjölskyldu.“

Finnst sumum ennþá mörgum spurningum ósvarað þrátt fyrir yfirlýsingu drottningarinnar. Spurningum eins og: Hvaðan mun þau fá tekjur? Munu þau halda konunglegum titlum? og fleira í þeim dúr. Drottingin er sögð vilja klára þetta mál sem fyrst og segir hún í yfirlýsingunni að það sé margt sem þurfi að ræða og þetta muni allt saman leysast á næstu dögum.

Auglýsing

læk

Instagram