,,Ég hafði aldrei fundið mjög djúpar tilfinningar”

Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir voru viðmælendur í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þetta kemur fram á vef vísis

Þar ræddu þær nýja hlaðvarpið sitt sem nefnist Raunveruleikinn, kynhneigð sína, barneignir og fleira. En þær stöllur eignuðust son fyrir níu mánuðum. Fyrir átti María Rut son sem er í dag 13 ára gamall.

„Við fengum alveg athugasemdir í commentakerfi að við værum að svipta barninu einhverju og það ætti ekki pabba, bara tvær mömmur og það væri eitthvað rangt að við værum tvær konur að fara eignast barn. Okkar reynsla í gegnum þetta allt saman er að í rauninni er þetta bara frábært og kannski forskot á meðgöngunni ef eitthvað er,“ segir Ingileif.

„Barnauppeldi snýst að einhverju leyti bara um kærleika og ramma og að búa til góð skilyrði og ég held að það sé ekki skilgreint hvers kyn maður er og meira eftir manneskjunum. Það var alveg einhverjum sem fannst þetta alveg ótækt að við ætluðum að gera barninu það að tvær konur væru að eignast það saman,“ segir María en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.

Auglýsing

læk

Instagram