„Ég hélt þá að ég gæti labbað og staðið upp strax en það var ekki raunin“

Auglýsing

„Þann 5. ágúst var ég að keyra heim frá þjóðhátíð og lenti þá í bílslysi við Rauðhóla,“ segir Aron, sem sagði sögu sína í þættinum Íslandi í dag í gærkvöldi. Aron Sigurvinsson er 21 árs fótboltastrákur sem búsettur er í Mosfellsbæ.

Til stóð að hann byrjaði í lögfræði í haust en alvarlegt bílslys setti þar stóran strik í reikninginn. Þar er einungis hálf sagan sögð því í kjölfar slyssins greindist Aron með eitlakrabbamein sem legið hafði í dvala.

Bíll Arons og bíll úr gagnstæðri átt skullu saman. Tveim sólahringum seinna vaknaði Aron á spítalanum.

„Ég man að ég opnaði augun og leið mjög skringilega. Ég fann það á mér að eitthvað hafði gerst. Ég gat ekki hreyft mig, ég var alveg pikkfastur á rúminu,“ segir Aron.

Auglýsing

„Ég var allur út í leiðslum og með öndunarvél ofan í mér. Þannig að ég gat eiginlega ekkert talað, ég bara muldraði eitthvað. Þeir sáu að það var ekki neinn mænuskaði. Ég hélt þá að ég gæti labbað og staðið upp strax en það var ekki raunin.“

Aron lá á gjörgæslu í tíu daga og var svo færður á göngudeild þar sem hann var í fimm vikur. Hann missti einnig máttinn í vinstri hlið líkamans og var lamaður í nokkrar vikur og við nánari rannsókn fannst bólginn eitill aftan á hálsi Arons.

„Þá spurðu þau foreldra mína hvort ég væri búinn að vera veikur undanfarið og þá var ég búinn að vera með flensu. Það fyrsta sem hvarflaði að okkur var bara það. Okkur hefði ekki grunað það að 21 árs strákur væri með eitlakrabbamein.“

Sjáðu viðtalið við Aron í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram