today-is-a-good-day

Einn handtekinn eftir eldsvoða í miðbænum

Eldur kom upp í húsi við Veltusund í miðbæ Reykjavíkur, í gærkvöldi. Í húsinu eru meðal annars reknir skemmtistaðurinn Pablo Discobar og veitingastaðurinn Burro. Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu.

Til­kynnt var um eldinn klukkan 23:56 í gær­kvöldi en mikinn reyk lagði frá húsinu og var allt til­tækt lið slökkvi­liðsins kallað á vett­vang. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum, grunaður um verknaðinn en eldsupptök eru þó ennþá ókunn. Tækni­deild lög­reglunnar hefur rann­sókn sína á vettvangi í dag.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Instagram