Maður þungt haldinn eftir húsbruna

Eldur kviknaði í húsi á Akureyri í fyrradag. Húsið sem stendur við Hafnarstræti 37 er timburhús, byggt árið 1903. Húsið varð alelda á skömmum tíma og litlu munaði að eldur læsti sig í trjágrjóður í kring. Rýma þurfti næstu hús og reykræsta þau. Ljóst er að tjónið er mikið og líklega þarf að rífa húsið.

,,Þessi gömlu hús eru náttúrulega alveg hræðileg að eiga við í svona brunum. Af því að eldurinn fer bara um allt inni í veggjunum og erfitt er að ráða við eitt eða neitt,“ segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar í samtali við Rúv

Hjón í næsta húsi tilkynntu um eldinn, en þá var talið að einn maður væri inni í brennandi húsinu. Þau reyndu að ná sambandi við hann og börðu á dyr og glugga meðan þau biðu eftir slökkviliðinu. Reykkafarar fundu manninn meðvitundarlausan í húsinu og liggur hann nú þungt haldinn á Landspítalanum.

Auglýsing

læk

Instagram