Eitthvað fallegt – Jólatónleikar heim í stofu

Auglýsing

Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur halda sína árlegu jólatónleika undir yfirskriftinni „Eitthvað fallegt.“ Tónleikarnir heita eftir samnefndri hljómplötu þeirra sem kom út hjá Dimmu útgáfu árið 2014.

Á tónleikunum kennir ýmissa grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og frumsamin eftir listafólkið og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Allur hljóðfæraleikur er í höndum tríósins og er hljóðheimnum þannig haldið eins lágstemmdum og mögulegt er.

„Vegna Covid samkomubanns höfum við ákveðið að aflýsa „Eitthvað fallegt“ jólatónleikaröðinni en í staðinn bjóða upp á streymi frá tónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði síðasta sunnudag í aðventu, þann 20.desember kl.20:00. Til að tryggja gott hljóð og mynd streymum við í samstarfi við Moment House og Iceland Sync,“ segir í tilkynningu.

Þið kaupið miða hér: https://www.momenthouse.com/co/eitthva-fallegt og í kjölfarið kemur póstur á netfangið ykkar með hlekk á tónleikana. Passið að eyða ekki póstinum því á tónleikadaginn opnið þið póstinn og ýtið á „Enter Moment“ og þið eruð tengd. Það er gott að vera búin að undirbúa tölvuna eða snjallsjónvarpið með tengingu í góða hátalara eða koma sér vel fyrir uppí sófa með heyrnatólin. Myndataka og hljóð verða í bestu fáanlegum gæðum svo að allir njóti.

Auglýsing

Miðaverð á streymið er 3.000 kr.

Þeir sem hafa fjárfest í miðum nú þegar á tónleikaröðina geta skipt miðunum sínum í rafræna miða eða fengið endurgreitt að fullu í gegnum tix.is.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram