Eldur í bifvélaverkstæði í Kópavogi

Mikinn reyk lagði frá bifvélaverkstæði í Kópavogi í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út klukkan rúmlega tvö í dag vegna brunans.

Allar stöðvar voru kallaðar út og voru alls 25 slökkvi­liðs­menn og þrír dælubílar við störf á vettvangi.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Sig­ur­jón Hendriks­­son varð­stjóri að ekki væri vitað til þess að neinn hafi verið inni í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Ekki liggur fyrir hver tildrög brunans voru.

Auglýsing

læk

Instagram