Elon Musk segir ungu fólki að einbeita sér að verkfræði eða listum: „Gervigreind mun gera flest störf tilgangslaus“

Auglýsing

Elon Musk segir að gervigreind muni enda þörfina á miklu fleiri störfum en áður hefur verið haldið. Musk lét ummælin falla á alþjóðlegri ráðstefnu um gervigreind í Shanghai. Þetta kemur fram á vef CNBC.

Hann segir að þeir sem muni síst verða fyrir áhrifum verði þeir sem kunna að forrita hugbúnað fyrir gervigreind. Það sé þó ekki alveg öruggt þar sem að gervigreindin sjálf muni forrita hugbúnað sinn áður en langt um líður.

Hann spáir því þó að það verði alltaf þörf fyrir fólk sem starfa í samskiptum við annað fólk. Það sé því gott að stefna að starfi tengdu verkfræði eða listum þar sem þeim störfum verði seint útrýmt.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram