Enginn í sögunni TAPAÐ jafn miklum PENINGUM – MUSK tapar 2 þúsund milljörðum á TESLA á einum degi – myndir!

Elon Musk var þriðji ríkasti einstaklingur í heiminum í síðustu viku. Hann á margar eignir en stærstur hluti þeirra eru verðmæt hlutabréf í bílaframleiðandanum TESLA sem hann stofnaði.

Tesla gengur vel og hlutabréfin hafa hækkað gríðarlega mikið á árinu. Það varð samt ákveðin leiðrétting þar sem stórir spákaupmenn seldu öll bréf sín í félaginu – og innleystu mikinn hagnað. Þeir hluthafar sem hafa trú á Tesla og eiga ennþá bréf í félaginu töpuðu því miklum fjármunum á einum degi og setti Elon Musk heimsmet samkvæmt Bloomberg.

Samkvæmt Bloomberg var tap Musk á einum degi 16,3 billion (16,3 milljarðar dollara) en það eru um 2.285.586.000.000.00 kr. eða rúmlega 2 þúsund milljarðar króna! Þetta er mesta tap sem hefur verið skráð hjá einum einstaklingi frá því að skráningar hófust – og líklega í heimssögunni.

Það er þó ekki eins og Musk sé í peningavandræðum en hann er ennþá 6 ríkasti einstaklingur í heiminum þrátt fyrir tapið. Næstum allir milljarðamæringar heims eru að tapa stórum upphæðum þessa dagana eftir miklar hækkanir á árinu.

Auglýsing

læk

Instagram