Auglýsing

Eyþór Ingi og Lay Low gefa út lag saman í fyrsta sinn

Tónlistarfólkið Eyþór Ingi Gunn­laugs­son og Lovísa Elísa­bet Sigrún­ar­dótt­ir, eða Lay Low, hafa sent frá sér lagið „Aft­ur heim til þín“.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau gefa út lag saman .

„Við Lay Low þekkj­umst en höf­um aldrei spilað sam­an fyrr en nú. Við kynnt­umst raun­ar í gegn­um sam­eig­in­leg­an vin okk­ar Ragn­ar Bjarna­son heit­inn. Ég og Lay Low rædd­um það stund­um að gera tónlist sam­an en segja má að aðgerðal­eysið í sam­komu­bann­inu í vor hafi ýtt okk­ur af stað. Við ákváðum að sam­eina krafta okk­ar og við erum mjög sátt með lagið. Þetta er búið að vera skemmti­leg­ur und­ir­bún­ing­ur og það er gam­an að vinna með henni í þessu verk­efni. Vin­kona mín Nína Richter samdi text­ann og einnig grunn­inn að lag­inu ásamt æsku­vini mín­um Baldri Hjör­leifs­syni en ég og Lay Low tók­um það svo lengra.

Við ákváðum að frum­sýna lagið nú fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina og sér­stak­lega í ljósi frétta um að nú á að herða aft­ur aðgerðir vegna Covid-19. Tit­ill lags­ins pass­ar kannski vel miðað við ástandið þessa dag­ana. Það eru all­ir að fara heim aft­ur,“ seg­ir Eyþór Ingi í samtali við mbl.is

Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Aftur heim til þín.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing