Fjölskyldufaðir á þrítugsaldri hlaut stóra vinninginn: „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í mömmu“!

Það var lítil fjölskylda sem vann stóra vinninginn í Vikinglotto í gærkvöldi. Fjölskyldufaðirinn, sem er um þrítugt, hafði gerst áskrifandi eftir að stóri vinningurinn kom til landsins síðastliðið sumar og það var ekki lengi að bera árangur, því hann er nú rétt tæpum 439 milljónum krónum ríkari.

Vinningshafinn segist strax hafa fengið ákveðinn fiðring þegar fréttir byrjuðu að birtast í gærkvöldi um að áskrifandi á Íslandi hefði tekið þann stóra en hann ákvað að bíða með að athuga tölurnar enda á leiðinni á jólatónleika.

„Mig langaði líka að upplifa þetta símtal sem ég hef svo oft heyrt um,“ sagði hann aðspurður og, mikið rétt, símtalið frá Íslenskri getspá kom á endanum! Og það hefði varla getað komið á betri tíma, segir vinningshafinn, enda eru hann og kærastan í íbúðaleit fyrir sig og litla barnið sitt.
Það var þó ekki kærastan sem fékk fréttirnar fyrst. „Mín fyrstu viðbrögð voru að hringja í mömmu“!

Að lokum sagðist vinningshafinn mundu þiggja þá fjármálaráðgjöf sem Íslensk getspá býður öllum þeim sem hreppa stóra vinninga en milljónirnar muni koma sér vel á þessum tímamótum sem litla fjölskyldan stendur ár.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryrkja, íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottó.

Auglýsing

læk

Instagram