11 heillandi staðreyndir um hor sem þú gætir haft gagn og gaman að

Auglýsing

1. Kannski eigum við heimsmet í horsogi

Íslendingar eru meðal fárra þjóða í heiminum sem almennt sjúga upp í nefið. Í mörgum löndum er það álitinn argasti dónaskapur. Þar er snýtir fólk sér heldur.

2. Hor þjónar tilgangi

Slímhúðin inn í nefinu verndar líkama þinn frá veirum, ryki og frjókornum sem slæðast þangað inn; þær pínkulitlu agnir festast í slíminu og komast því ekki niður í lungun. Ef veirur komast inn í líkamann og þú veikist og færð nefrennsli þá veistu að líkaminn er að vinna með þér, hann býr til meira slím til að skola draslinu út.

3. Hor er allskonar

Algengast er þó að hor sé glært, gulleit, grænt eða gráhvítt. Hor er bæði til sem hvorugkynsnafnorð og karlkynsorð.

4. Algengur en lítt rannsakaður ósiður

Sá (ó)siður að bora í nefið er geysilega algengur en lítt rannsakaður. Í rannsókn sem oft er vitnað til, er gerð var í Wisconsin árið 1995, kváðust 91% þáttakenda bora í nefið, og 75% þeirra héldu því fram að það gerðu það allir. Tekið skal fram að aðeins 254 þátttakendur af 1000 svöruðu rannsókninni. Fimm þeirra tilgreindu að það veitti þeim ánægju að bora í nefið, og einn útskýrði að honum þætti það kynferðislega örvandi.

5. Enginn borar í nefið samt

Auglýsing

Fæstir fullorðnir viðurkenna að þeir séu nefborarar séu þeir spurðir. Enn færri viðurkenna að þeir borði það sem þeir finna.

6. Þetta er óþverri

Hor er almennt ekki álitinn góður fyrir börn eða annað fólk. Hann er fullur af sýklum og ógeði. Einn læknir í Innsbruck heldur í því fram að það að bora í nefið og borða hor geti verið gott fyrir ónæmiskerfi fólks.

7. Puttinn passar þarna upp, af hverju ekki að troða honum þangað?

Helstu ástæður þess að börn bora í nefið eru: a) óþægindi eða kitl í nefi, b) leiðindi, c) þau vilja fá athygli foreldra sinna, d) þau vilja pirra foreldra sína.

8. Einn hefur dáið

Frétt af manni sem dó af völdum þess að bora í nefið fór eins og eldur í sinu um internetið árið 2008. Ian Bothwell, heldri maður í Manchester sem þjáðist af elliglöpum, boraði svo lengi í nefið á sér að honum hreinlega blæddi út.

9. Þetta með nasirnar er lygi

Nasirnar á þér víkka ekki þó þú borir í nefið en þú getur fengið blóðnasir. Eins og hr. Bothwell.

10. Bið þýðir bor

Algengustu staðirnir þar sem fullorðnir bora í nefið eru: a) fyrir framan sjónvarpið, b) í einrúmi á biðstofum hvers konar, c) á rauðu ljósi.

11. Þráhyggjan er með nafn en hún er ekki viðurkenndur sjúkdómur

Sú árátta að bora stanslaust í nefið er þekkt undir nafninu „rhinotellexomania“.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram