Eitt sem ætti að vera á öllum listunum fyrir nýbakaða foreldra, en gleymist oft

Það eru til margir góðir og gagnlegir listar fyrir verðandi foreldra. Þið vitið, yfir allt dótið sem nauðsynlegt er að afla og eignast áður en það fjölgar í fjölskyldunni. En eitt gleymist, oftar en ekki. Það er þunnur, plasthúðaður dúkur eða lak sem á mörgum heimilum gengur undir heitinu „pissulak“.

Ekki smart. Ég veit. En það er geysilega smart að nota það. Lítil börn munu reyna á rúmið ykkar. Þessum fyrstu árum fylgir mikið sull; allir mögulegir vessar sem út geta runnið, frussast, lekið eða dropað munu gera það og því er skynsamlegt að hlífa bæði dýnunni og dýnuhlífinni við þess háttar subbi. Einmitt með þar til gerðum búnaði. Lökin fást til dæmis í IKEA í öllum mögulegum stærðum.

Ólíkt mörgu sem fylgir börnum þá kosta þessi lök heldur ekki hálfan handlegg. Rúmið þitt mun þakka ykkur síðar meir.

Auglýsing

læk

Instagram