Reykjavíkurdætur með krassandi myndband: „Ég representa heiminn, tík!“

Auglýsing

Rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur frumsýna í dag nýtt myndband við nýja lagið sitt Reppa heiminn. Lagið er unnið í samstarfi við rapparann Röggu Holm.

Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir myndbandinu sem er ansi djaft og skemmtilegt en það jafnframt fyrsta myndband sem Kolfinna leikstýrir. Hún segir í samtali við Vísi.is að myndbandið sé alls ekki það síðasta sem hún muni leikstýra.

„Mér fannst mjög gaman að vera þarna megin við myndavélina og leikstjórn er klárlega eitthvað sem ég ætla að leggja fyrir mig,“ segir Kolfinna.

Kolfinna segir að myndbandið rýni á listrænan og frumlegan hátt inn í litríkt líf dætranna sem ferðast saman um allan heim til þess að koma fram og rappa.

Sjáðu myndbandið í spilaranum hér að ofan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram