Sjálfsstyrking, trúnó og tuðfrítt uppeldi fyrir foreldra

Foreldrar glíma við alls konar áskoranir í uppvexti barna sinna. Sumt er stórmál, annað smámál – en öll mál þarf að leysa. Örnámskeiðin eru hugsuð sem vettvangur fyrir fræðslu og foreldraspjall, þar er tekið á einu afmörkuðu efni í einu og leitast við að miðla gagnlegum aðferðum og ráðum. Hóparnir eru litlir og andrúmsloftið persónulegt. Námskeiðin eru haldin í samstarfi við EIK ráðgjöf.

Fyrstu þrjú námskeiðin eru:

Tuðfrítt uppeldi?

Leiðbeinandi: Hulda Snæberg Hauksdóttir fjölskyldufræðingur og leikskólastjóri.
Hvað getum við gert til þess að minnka tuðið, suðið og pirringinn á heimilinu? Árangursríkar aðferðir sem stuðla að betri samskiptum.
Fimmtudaginn 11. febrúar kl. 20-22.

Fokk, ég er pabbi

Leiðbeinandi: Ragnar Hansson kvikmyndagerðarmaður, grínisti og þriggja barna faðir.
Námskeið ætlað verðandi eða nýbökuðum feðrum sem vilja fræðast um allt og spyrja spurninganna sem konur geta mögulega ekki svarað.
Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20-22.

Er fullkomnun feik?

Leiðbeinandi: Ingunn Ásta Sigmundsdóttir uppeldisfræðingur og kennari.
Hvað felst í foreldrahlutverkinu í dag? Hvernig er hægt að njóta þess betur í hraðanum sem oft einkennir íslenskan veruleika? Leiðir til þess að losna við óöryggi, skömm og samviskubit sem fylgja því að vera ekki „fullkomið“ foreldri.
Laugardaginn 20. febrúar kl. 11-13.

Hvert námskeið er c. tveir tímar, kennt er í Lygnu – fjölskyldumiðstöð í Síðumúla 10. Námskeiðsgjald er 4.000 kr. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum netfangið ornamskeid2016@gmail.com en þar má einnig senda inn ábendingar um nauðsynleg námskeið sem og góða leiðbeinendur.

Auglýsing

læk

Instagram