„Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan“

Auglýsing

Rúrik Gíslason hefur spilað sem atvinnumaður í knattspyrnu síðastliðin 16 ár, ásamt því að hafa leikið með íslenska A-landsliðinu um árabil.

Hann var einungis 16 ára þegar hann hóf feril sinn sem atvinnumaður hjá Anderlecht í Belgíu.

„Hjá mér fylgdu því bara góðar tilfinningar þangað til að maður fór kannski að fá smá heimþrá og það var líka alveg áskorun að horfa upp á vini sína fara á menntaskólaböll og hafa gaman af lífinu. Maður var alveg svolítið mikið einn en ég held að það þurfi karakter til að höndla það að vera einn erlendis en ég held að ef maður gerir það rétt þá er þetta alveg gríðarlega mikilvæg lífsreynsla,“ segir Rúrik.

Hann hefur nú lagt fótboltaskónna á hilluna en segir ýmislegt spennandi á döfinni.

Auglýsing

„Það er ákveðin verkefni sem eru á borðinu og ég hef ákveðið að segja já við því. Það er ákveðið sjónvarpsverkefni í Þýskalandi á næsta ári og svo ætla ég að prófa það að leika í íslenskri bíómynd. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og sérstaklega í ljósi þess að maður hefur kannski lifað í föstu formi undanfarin ár.“

Júlíana Þóra Hálfdánardóttir settist niður með Rúrik í þættinum Ísland í dag á dögunum og ræddi við Rúrik um ferilinn og framtíðina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram