Fréttamaður buxnalaus í beinni útsendingu

Fréttamaður á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, Will Reeve (sonur Christopher Reeve), lenti í frekar fyndu atviki þegar hann var tekinn í viðtal í morgunþættinum Good Morning America á þriðjudaginn.

Hann var fínn til fara, kæddur í jakka og skyrtu, en af einhverjum ástæðum hafði hann ekki haft fyrir því að fara í buxur. Eitthvað hefur hann misreiknað sjónarhorn myndavélarinnar því buxnaleysi hans fór ekki framhjá áhorfendum.

Auglýsing

læk

Instagram