Frönsk kvikmyndahátíð í fullum gangi, Tveir á toppnum og Svartir Sunnudagar!

„Við erum í skýjunum eftir vel heppnaða opnunarhelgi á Franskri kvikmyndahátíð – sem nú er í fullum gangi í Bíó Paradís,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.

Dagskráin næstu daga:

Föstudagspartísýning 25. febrúar kl 21:00
Danny Glover og Mel Gibson eru tveir á toppnum! Þetta verður tryllt föstudagspartísýning 25. febrúar kl 21:00! 
Laugardagskvöld með Celine Dion!
Sýning á kvikmyndinni Aline – og verðlaun fyrir þann gest sem mætir í besta búning!
Það eru nákvæmlega tvær sýningar eftir á ALINE – sem er kvikmynd frjálslega byggð á ævi Celine Dion!
Á laugardagskvöldinu 26. febrúar eru gestir kvattir til þess að klæða sig í anda dívunnar – og það eru vegleg verðlaun í boði fyrir besta búninginn! EVERY NIGHT IN MY DREAMS,.. I SEE YOU, I FEEEL YOU!
Svartir Sunnudagar

Yfirnáttúruleg hrollvekja í leikstjórn Piers Haggard þar sem ungviði smábæjar byrjar að dýrka djöfulinn. Sýnd á svörtum sunnudegi 27. febrúar kl. 19:00!

Auglýsing

læk

Instagram