Fyrirhuguð sameining tveggja ferðaskrifstofa

Fjölmiðlar hafa fengið senda tilkynningu vegna fyrirhugaðrar sameiningu Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða. Gangi þessi kaup eftir verða ferðaskrifstofurnar reknar sem sérstakar einingar innan Ferðaskrifstofu Íslands.

„Viljayfirlýsing um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða

Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri ferðaskrifstofunnar Heimsferða.  Kaupverð verður greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands. Kaupin verða með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og gerð endanlegs kaupsamningsins, sem stefnt er að því að klára í næstu viku.

Ferðaskrifstofa Íslands, undir vörumerkjum Úrval/Útsýn, Sumarferða og Plúsferða, og Heimsferðir hafa um langt skeið verið leiðandi ferðaskrifstofur á Íslandi. Félögin hafa sérhæft sig í ferðum Íslendinga á sólarstrendur, auk borgarferða, golfferða, íþróttaferða og ýmissa annarra sérferða.

Ferðaskrifstofurnar verða reknar sem sérstakar einingar innan Ferðaskrifstofu Íslands, gangi kaupin eftir.

Markmiðið er að bjóða landsmönnum víðtæka þjónustu og fjölda spennandi áfangastaða á næstu misserum á hagkvæmum kjörum.

Eins og kunnugt er hefur COVID 19 faraldurinn haft mikil áhrif á rekstur fyrirtækja í ferðaþjónustu.  . Það er ljóst að með fyrirhugaðri sameiningu næst fram hagræðing sem mun gera þessum fyrirtækjum kleift að hefja starfsemi aftur eins fljótt og mögulegt er með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi.“

Auglýsing

læk

Instagram