Fyrsta opnun Midpunkts á nýju ári

Auglýsing

Listakonan Gígja Jónsdóttir hefur leikinn á nýju sýningarári í Midpunkt með sýningunni „Þrjár kynslóðir af bleikum”
Sýningin kannar hlutverk sem birtast í mæðraveldinu, samskiptamynstur milli systra, mæðra, mæðgna, dætra, frænkna, dótturdætra og ömmu í gegnum athöfn þar sem hinn elskaði / hataði litur innan fjölskyldunnar, bleikur, er í brennidepli.
Opnun verður laugardaginn 9. janúar frá 14-17 og stendur sýningin opin alla laugardaga og sunnudaga til 24. janúar.
Gígja Jónsdóttir nálgast viðfangsefni sín í gegnum ólíka miðla svo sem gjörninga, videó, tónlist, teikningu, sviðslistir og dans. Mannveran og umhverfi hennar í sviðsetningu og raunveru er hennar helsta þema sem og sambandið og samtalið við áhorfandann. Gígja lauk meistaranámi í myndlist frá San Francisco Art Institute vorið 2018. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum í Reykjavík árið 2016 og af samtímadansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013.
Þrjár kynslóðir af bleikum er fyrsta einkasýning Gígju. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis sem og sett upp fjölda dans- og sviðsverka. Þar má nefna Heldrapönk (2019), WikiHow to Start a Punk Band (2017), A Guide to the Perfect Human (2017) og Geigen Galaxy (2019).
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram