Fyrsta sýnishornið úr Eurogarðinum!

Vísir frumsýndi í dag fyrsta sýnishornið úr Eurogarðinum sem fer í sýningu á Stöð 2 í september.

Eurogarðurinn er leikin íslensk sjónvarpsþáttaröð og með helstu hlutverk fara þau Auðunn Blöndal, Jón Gnarr, Steindi Jr, Dóri DNA og Anna Svava.

Þættirnir, sem eru átta talsins, gerast í Húsdýragarðinum. Nýr eigandi garðins, sem leikinn er af Jóni Gnarr, kallar hann Eurogarðinn og er með háleitar hugmyndir um framtíð hans.

Hér fyrir neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr þáttunum.

Þættirnir eru framleiddir af Glassriver fyrir Stöð 2 en handritið skrifuðu Anna Svava Knútsdottir, Auðunn Blöndal, Steindi Jr., Dóri DNA og Arnór Pálmi. Um leikstjórn sér Arnór Pálmi Arnarson.

Auglýsing

læk

Instagram