GDRN, KK, Jóhanna Guðrún og fleiri slást í hópinn

Auglýsing

 

Nú er ljóst hvaða stjórstjörnur verða með Björgvini á sviði og aðstoða hann við að rifja upp ferilinn í hljóði og mynd, á 70 ára afmælisdeginum, 16. apríl í beinni úr Borgarleikhúsinu.

Börnin hans Krummi og Svala hafa lengi notið mikilla vinsælda hér á landi sem og erlendis og munu þau stíga á svið með föður sínum.

Góður vinur Björgvins KK mun einnig taka lagið, auk stórsöngkonununnar Jóhönnu Guðrúnar og nýja vonarstjarna íslenskrar tónlistar GDRN, stígur einnig á svið.

Auglýsing

Þau verða dyggilega studd af Eyjólfi Kristjánssyni, Friðriki Ómari og Regínu Ósk. Til gamans má geta þessi að Eyfi verður sextugur á miðnætti sama dag.

 

Hljómsveitina skipa:
Einar Scheving – Slagverk
Davíð Sigurgeirsson – Gítar
Friðrik Sturluson – Bassi
Jóhann Hjörleifsson – Trommur
Jón Elvar Hafsteinsson – Gítar
Sigurgeir Sigmunds – Stálgítar
Þórir Baldursson – Hammond
Þórir Úlfarssson – Píanó


Björgvin Halldórsson er einn ástsælasti tónlistamaður okkar og hefur á sínum langa og litríka ferli átt stóran þátt í að móta íslenska dægurtónlist.

Við tilkynnum fljótlega hvenær miðasala hefst en öll miðasala fer fram á Tix.is og forsöluverð er einungis 3.400 kr. Aðeins þarf að kaupa einn miða fyrir hvert heimili.

 

Sjá nánar um viðburðinn hér

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram