Gekk út af hárgreiðslustofu án þess að borga

Auglýsing

Kona sem mætti í klippingu og strípur á Unique hár og spa í dag, gekk þaðan út án þess að greiða reikninginn. Hún stökk að sögn út í bíl að sækja kortið sitt en sást ekki meir. Þessu er greint frá á Facebook síðu fyrirtækisins.

Konan var með grímu sem hún tók aldrei niður og er þess vegna ekki hægt að bera kennsl á konuna. Einnig virðist hún hafa gefið upp bæði falskt nafn og símanúmer.

,,Sæl öll, vorum að lenda í einkennilegu atriði, hér bókar tíma nýr kúnni, labbar inn með grímu, fær klippingu og strípur og klárar meðferðina sína hjá okkur, stekkur svo út í bíl til að “sækja kortið sitt” og við höfum ekki séð hana síðan. Þessi kona er ekki til á fésbókinni og símanúmerið hennar er að sjálfsögðu ekki til….
Við erum að fara betur yfir eftirlitsmyndarvélar til að skoða hvort við náum einhverstaðar andlitsmynd af henni – sem er ekki líklegt, þar sem hún tekur ekki niður grímuna ;(
….. verum á varðbergi gagnvart þessu fólki!”

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram