George Clooney – Léttist um 13 kíló og var lagður inn á sjúkrahús

Auglýsing

Leikarinn George Clooney, 59 ára,  greindi nú á dögunum frá því að hann hafi verið lagður inn á sjúkrahús með heiftarlega magaverki þegar hann var að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í myndinni The Midnight Sky.

Leikarinn bæði leikstýrir og fer með aðalhlutverkið í myndinni, þar sem hann leikur einmanna vísindamann sem reynir að koma í veg fyrir að áhöfn geimskips lendi aftur á Jörðinni, sem hefur orðið fyrir mikilli eyðileggingu og nánast þurrkast út.

Í undirbúningi sínum fyrir hlutverkið þurfti hann að léttast töluvert, alls um 13 kíló, og lenti á sjúkrahúsi þar sem hann var greindur með bólgur í brisi.

„Ég var að reyna of mikið að léttast hratt fyrir hlutverkið og var líklega ekki að hugsa nógu vel um sjálfan mig,“ segir Clooney.

Auglýsing

„Það tók nokkrar vikur að jafna sig og sem leikstjóri þá er þetta ekki auðvelt þar sem að maður þarf mikla orku.“

En þetta er fyrsta hlutverkið sem leikarinn tekur að sér síðan árið 2016. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram