Gullregn er nýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar

Nýjasta kvikmynd Ragnars Bragasonar, Gullregn, verður frumsýnd 10. janúar. Samnefnt leikrit Ragnars var sýnt á fjölum Borgarleikhússins árið 2012 og er kvikmyndin byggð á leikritinu.

Þegar einkasonur kerfisfræðingsins Indíönu Jónsdóttur kemur heim með með pólska kærustu snýst heimur hennar á hv0lf. En hún býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Stolt hennar og yndi er gullregn, verðlaunað tré, sem stendur í litlum garðskika við íbúðina.

Sigrún Edda Björnsdóttir fer með eitt aðalhlutverkið. Hallgrímur Ólafsson og Halldóra Geirharðsdóttir eru meðal þeirra sem fara með önnur hlutverk í myndinni. Ragnar skrifar handritið og leikstýrir.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.

Auglýsing

læk

Instagram