Auglýsing

Gwyneth Paltrow tekur enga sénsa

Leikkonan Gwyneth Paltrow var vel útbúin í flugi sínu til Parísar á dögunum og tekur greinilega enga sénsa þegar kemur að kórónaveirunni.

Hún birti mynd af sér á Instagram með svarta andlitsgrímu og skrifar við hana:

„Á leið til Parísar. Með ofsóknaræði? Skynsöm? Óróleg? Róleg? Heimsfaraldur? Áróður? Paltrow ætlar að sofa með þessa í vélinni. Ég hef leikið í þessari mynd. Verið örugg. Ekki takast í hendur. Þvoið hendurnar á ykkur oft og reglulega.“

Paltrow lék í kvikmynd árið 2011, Contagi­on, og er það væntanlega myndin sem hún vitnar í. Myndin fjallar um veiru sem byrjar í Hong Kong og dreifir sér til annarra landa. Leikur þar Paltrow sjúkling sem ferðast frá Asíu til Ameríku og tekur veiruna með sér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing