Hafþór Júlíus sló heimsmetið í réttstöðulyftu

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus setti í dag nýtt heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 501 kg.

Viðburðinum (sem fór fram í tækjasal í Reykjavík) var streymt í beinni útsendingu á ESPN sjónvarspstöðinni í Bandaríkjunum. Einnig var sýnt frá honum á nokkrum völdum Youtube-rásum eins og @roguefitness.

Fráfarandi heimsmetshafi er hinn breski Eddie Hall en hann tók 500 kg í réttstöðulyftu árið 2016.

Hér fyrir neðan má sjá Hafþór slá heimsmetið í réttstöðulyftu.

 

 

Auglýsing

læk

Instagram