„Hann get­ur orðið eft­ir inni í leg­inu á kú“

Ráðherrann Sigurður Ingi er næsti gestur í þættinum Með Loga í Sjón­varpi Sím­ans. Þátt­ur­inn verður sýnd­ur á fimmtu­dag­inn kl. 20:10.

Þar fáum við að kynnast nýjum hliðum af ráðherranum. Það vita það kannski ekki allir en Sigurður, sem er oftast kallaður Ingi, starfaði áður sem dýra­lækn­ir og þá gat hann ekki gengið með hring.

„Hann get­ur orðið eft­ir inni í leg­inu á kú,“ seg­ir Sigurður. En hann ber gift­ing­ar­hring­inn sinn á þuml­in­um.

Auglýsing

læk

Instagram