Hefja skimun í dag

Í dag voru landamæri Íslands formlega opnuð á ný fyrir ferðamenn og hefst um leið skimun hjá farþegum á Keflavíkurflugvelli, fyrir kórónuveirunni. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Farþegar sem lenda á vellinum hafa nú val um að fara í tveggja vikna sóttkví eða í sýnatöku. Farþegar sem neita báðum valkostum verður vísað úr landi. Áætlað er að átta flugvélar með samtals 600 farþega lendi á Keflavíkurflugvelli í dag. Settir hafa verið upp tíu sýnatökubásar á vellinum og koma 60 manns að sýnatökunni með einhverjum hætti.

Niðurstaða úr skimun ætti að fást um fimm klukkustundum eftir sýnatöku. Gjaldfrjálst verður í sýnatökuna fyrstu tvær vikurnar en eftir 1. júlí mun hún kosta 15 þúsund krónur.

Auglýsing

læk

Instagram