Heitavatnsleysi í Vesturbænum seint í nótt og á morgun

Starfsfólk Veitna hefst handa nú í nótt við að tengja nýja hitaveitulögn fyrir Landspítala-háskólasjúkrahús við stofnlögnina sem flytur heitt vatn í Vesturbæ Reykjavíkur. Skrúfa þarf fyrir stofnlögnina á meðan og þess vegna verður heitavatnslaust vestan við Læk og Vatnsmýri meðan nýja lögnin er tengd, frá kl. 3:00 aðfararnótt þriðjudagsins 17. ágúst til um kl. 16:00 sama dag. Svæðið sem verður heitavatnslaust er afmarkað á uppdrættinum.

„Við bendum fólki á að hafa skrúfað fyrir heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Þá er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að halda betur hita í húsum,“ segir í tilkynningu frá Veitum.

Upplýsingar um framgang verksins verða settar á Facebook-síðu Veitna, https://www.facebook.com/veitur. Einnig verður upplýst um framgang á íbúasíðum hverfanna á Facebook.

„Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa“

Auglýsing

læk

Instagram