Heppinn miðaeigandi vann rúmlega 6,9 milljarða

Einn stálheppinn Norðmaður var einn með fyrsta vinning í EuroJackpot útdrætti gærkvöldsins og hlýtur hann rúmlega 6,9 milljarða króna í sinn hlut. Þetta kemur fram í tilkynningu á  lotto.is

Sex skiptu með sér 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 56 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Litháen og fjórir í Þýskalandi

Níu skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 13 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Spáni, Póllandi, tveir í Finnlandi og fjórir í Þýskalandi.

Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í N1 á Borgarnesi.

Auglýsing

læk

Instagram