Herjólfur lagði hjartalaga lykkju á leið sína

Herjólf­ur lagði í dag hjarta­laga lykkju á leið sína til þess að þakka framlínufólki fyrir þau gríðarlega mikilvægu störf sem þau hafa unnið í heimsfaraldrinum.

„Vestmannaeyjar er einstakt samfélag, síðustu vikur hafa verið fordæmalausar og ljóst er að okkar framlínufólk í hinum ýmsu störfum er framúrskarandi. Herjólfur ohf vill koma þökkum til allra þeirra einstaklinga sem hafa starfað í framlínunni hér í Vestmannaeyjum og um land allt. Þetta er tileinkað ykkur,” segir í færslu á Facebook síðu Herjólfs.

En stutt er síðan að flugmenn Icelandair mynduðu hjarta yfir höfuðborg­ar­svæðið.

Auglýsing

læk

Instagram