Auglýsing

Hildur vann Golden Globe verðlaun í nótt

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann í nótt Golden Globe verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

„Ég er orðlaus, þetta er ótrúlegt,“ sagði hún í þakkarræðu sinni þegar hún tók við verðalaununum. Hún þakkaði fjölskyldu sinni, tónlistar-teyminu og leikstjóra Joker, Todd Phillips. Mestu þakkirnar fékk þó aðalleikari myndarinnar, Joaquin Phoenix.

„Takk Joaquin, fyrir að gera starf mitt auðvelt með frammúrskarandi og ótrúlegri frammistöðu,“ sagði Hildur í ræðu sinni.

Hildur er önnur konan í 19 ár til þess að hljóta þessi verðlaun en Lisa Gerrard fór heim með verðlaunin árið 2001 fyrir tónlistina í Gladiator. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing