Hipsumhaps í Gamla Bíó

Þann 8. apríl munu Hipsumhaps halda tónleika í Gamla Bíó. Tónleikarnir munu marka hápunkt á útgáfuferli plötunnar ‘Best gleymdu leyndarmálin’ sem leikin verður í heild sinni í takt við ný og óútgefin lög.

Hipsumhaps skipa:

Fannar Ingi Friðþjófsson – gítar og söngur
Jökull Breki Arnarson – gítar og söngur
Magnús Jóhann Ragnarsson – hljómborð og hljóðgervlar
Ólafur Alexander Ólafsson – gítar og bassi
Bergur Einar Dagbjartsson – trommur

Bandið steig fyrst fram á sjónarsviðið síðasta sumar með lag sitt ‘LSMLÍ (Lífið sem mig langar í)’.

Í framhaldi af því komu út tvö önnur lög, ‘Honný’ og ‘Fyrsta ástin’, áður en platan ‘Best gleymdu leyndarmálin’ leit dagsins ljós. Platan hefur hlotið mikið lof frá gagnrýnendum sem og íslenskri alþýðu.

Miðasala á Tix.is

Auglýsing

læk

Instagram