Hrekkjavöku hjólaskautadiskó

Hjólaskautahöllin við Sævarhöfða opnaði fyrir almenning í sumar með opnu skautagólfi alla sunnudaga og nokkrum þemadiskóum, m.a. fyrir Reykjavík Pride og Fringe Festival, við góðar viðtökur.

Næst á dagskrá hjá þeim er Hrekkjavöku hjólaskautadiskó sem verður haldið á Hrekkjavökunni sjálfri þann 31. október frá klukkan 13-16. Það verða að sjálfsögðu diskóljós, hrekkjavökuslagarar og einnig verða búningaverðlaun veitt fyrir besta búninginn.

Finna má nánari upplýsingar um viðburðinn hér á heimasíðunni: http://www.rollerderby.is/vidburdir.html

Næsta þemadiskó eftir það verður svo Jólaskautadiskóið þann 12. desember næstkomandi, en nánar um það síðar!

Leikir loksins að hefjast eftir covid-hlé!

Eftir langa covid pásu er íþróttin hjólaskautaat loksins að skríða úr dvala út um allan heim. Heimaliðið Ragnarök mun fá til sín fjölda erlendra liða núna eftir áramót og eru þau byrjuð að æfa stíft fyrir komandi leiki.

Tímabilið mun hefjast með leik Ragnaraka gegn B.M.O. Roller Derby Girls frá Brest í Frakklandi þann 18. febrúar næstkomandi í Hertz-höllinni Seltjarnarnesi.

Því næst er von á þríhöfðum í bæði apríl og maí gegn liðum frá Kanada, Svíþjóð, Austurríki og Bretlandi, en líkur eru á að það munu bætast við leikir í bæði mars og júní þar sem mikil ferðagleði er meðal roller derby liða utan Bandaríkjanna eftir leikjalaust covid.

Auglýsing

læk

Instagram