Í dag er 112 dagurinn

Árlega, þann 11. febrúar (11.2), er 112 dagurinn haldinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmer 112. Dagurinn er haldinn víða um Evrópu enda er númerið sam­ræmt neyðar­númer álfunnar og mikilvægt að fólk viti að aðeins þurfi að muna/kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð.

Á þessum degi er einnig markmiðið að efla vitund fólks um mikil­vægi þessarar starf­semi og hvernig hún nýtist al­menningi.

Við­bragðs­aðilar frá slökkvi­liðinu, lög­reglu­nni, björgunar­sveitum Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar, Rauða krossinum og Land­helgis­gæslunni hafa lagt á á­berandi stöðum við helstu um­ferðar­æðar á höfuð­borgar­svæðinu til að minna á mikil­vægi þess að fara var­lega í um­ferðinni.

Neyðar­línan og sam­starfs­aðilar 112-dagsins efna svo til mót­töku í Björgunar­mið­stöðinni Skógar­hlíð þar sem for­seti Ís­lands , Guðni Th. Jóhannes­son, flytur á­varp og af­hendir verð­laun í Eld­varnar­get­rauninni fyrir árið 2019.

Skyndi­hjálpar­maður Rauða krossins verður einnig út­nefndur í mót­tökunni auk þess sem Lög­reglu­kórinn tekur lagið. Allir eru vel­komnir á at­höfnina og að henni lokinni gefst gestum færi á að kynna sér starf­semina í Björgunar­mið­stöðinni í Skóga­hlíð.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Instagram