Innipúkinn 2020 – Dagskrá helgarinnar!

Auglýsing

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, en að þessu sinni færir hún sig yfir í Gamla bíó, auk þess sem efri hæð Röntgen verður einnig með dagskrá.

Á svæðinu verður sannkölluð hátíðarstemning alla helgina enda verður nóg um að vera á götunni fyrir utan staðina sem og inni á stöðunum sjálfum. Boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 31. júlí-2. ágúst. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu hátíðarinnar

Listamenn á Innipúkanum 2020:

FÖSTUDAGUR

Auglýsing

Birgitta Haukdal & Moses Hightower
Hipsumhaps
Inspector Spacetime
krassasig
Reykjavíkurdætur
Teitur Magnússon

LAUGARDAGUR
Allenheimer
Floni
GDRN
gugusar
Skoffín
Une Misére

SUNNUDAGUR
Bjartar sveiflur
Bríet
Emmsjé Gauti
Eyþór Ingi
Mammút
Pamela Angela

Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði í Gamla bíó og á efri hæð Röntgen og þau má nálgast á svæðinu frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld.

Vinsamlegast athugið að 20 ára aldurstakmark er á hátíðina.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram