Jólagestir Björgvins 2020 | Sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2

Auglýsing

Nú er komið í ljós hver sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2 er, en það er enginn annar en Grétar Örvarsson með lagið á Grænni grein og hluti af verðlaununum er að koma fram á Jólagestum Björgvins 19. desember.

Dómnefnd valdi lagið úr 100 innsendum lögum. Dómnefndina skipuðu starfólk Rásar 2 og Björgvin Halldórsson.

Grétar bætist þar með við ótrúlegan hóp listamanna sem kemur fram á Jólagestum Björgvins 19. desember, eftir nákvæmlega eina viku, heima í stofum landsmanna, í beinni úr Borgarleikhúsinu. Það má ekki seinna vera því æfingar fyrir stórtónleikana hefjast á þriðjudag.

Gaman er frá því að segja að Grétar samdi lagið fyrir 45 árum á Hornafirði og hér í raun um að ræða allra fyrsta lagið sem hann samdi. Hann fullkláraði það aldrei en það vék aldrei frá honum og í haust kom það til hans á annan hátt; hann breytti því og stílfærði og úr varð þetta stórgóða jólalag.

Auglýsing

Sigurvegari Jólalagakeppni Rásar 2 mun koma fram á Jólagestum Björgvins í ár en tónleikarnir fara fram í beinni frá Borgarleikhúsinu 19. desember.

Jólalagakeppni Rásar 2 er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi RÚV en hún var nú haldin í átjánda sinn og var sigurvegarinn afhjúpaður rétt áðan á Rás 2.

„Við bjóðum Grétar velkominn í Jólagesta hópinn og hlökkum til að flytja með honum sigurlagið í beinni fyrir þjóðina laugardaginn 19. desember,“ segir í tilkynningu.

– Miðaverðið hækkar 17. desember á miðnætti úr 3.900 kr í  4.300 kr.
– Tryggðu þér í miða núna á tix.is/jolagestir áður en verðið hækkar

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram