today-is-a-good-day

Jónsi gefur út lagið „Salt Licorice“ ásamt sænsku poppstjörnunni Robyn

Jónsi gefur í dag út lagið „Salt Licorice“ í aðdraganda útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar í áratug, en platan kemur út á vegum Krunk útgáfunnar þann 2.október. Sænska poppstjarnan Robyn syngur með honum í laginu. 

Saman ferðast þau um hrjóstrugt tónlistarlandslag undir styrkri upptökustjórn A.G. Cook, stofnanda PC Music og listrænan tónlistarstjóra Charli XCX. Lagið er ögrandi blanda af þungum, drífandi takti og háværum bjölluhljómum sem koma saman í stormsveip af hljóðum. Í þessum óði til skandinavíska sársaukans hughreysta Jónsi og Robyn hvort annað í gegnum fortíðarþrá, kulnunina sem fylgir því að eldast og þunglyndi, en áhyggjurnar verða léttbærari þegar þeim er deilt með vini.

„„Salt Licorice“ er svo sætt og fullkomið popplag,“ segir Robyn. „Það fær mig til að dansa á ofsafengin hátt og vilja fara í sleik á sama tíma. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar ég var beðin um að syngja lagið með Jónsa og allir fallegu tölvupóstarnir með þúsund emoji-táknum sem ég fékk frá honum kórónuðu bara samstarfið!“

Auglýsing

læk

Instagram