JÓNSI GEFUR ÚT MYNDBAND VIÐ „SUMARIÐ SEM ALDREI KOM“

Auglýsing

Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jónsi út nýtt myndband fyrir lagið „Sumarið sem aldrei kom“ af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar.

Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess þannig:

„Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn. Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði. „

Horfðu á „Sumarið sem aldrei kom“ hér fyrir neðan.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram