„Kenningar mínar og Helga eru að þetta lag sé það mikið fire að þegar við spiluðum þetta úr hátölurum í Krýsuvík hafi jörðin byrjað að dansa með“

Tónlistarmennirnir Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur gáfu í dag út lagið HEIM en lagið er fyrsta lagið af komandi plötu þeirra.

„Það er góður dagur í dag. Við Helgi Sæmundur fórum tvisvar í sveitina á síðasta ári og úr varð bjútífúl plata sem kemur einhvern tíma á þessu ári. Lagið HEIM er fyrsti síngúll af komandi plötu sem við erum báðir mjög stoltir af og spenntir að leyfa fólki að heyra. Viku fyrir fyrsta stóra skjálfta tókum við upp tónlistarmyndband á svæðinu sem er nú líklegt að fyllast af hrauni á næstu dögum. Kenningar mínar og Helga eru að þetta lag sé það mikið fire að þegar við spiluðum þetta úr hátölurum í Krýsuvík hafi jörðin byrjað að dansa með,“ skrifar Gauti í færslu Facebook, þar sem hann deilir myndbandinu.

 

Auglýsing

læk

Instagram