Kvikmyndin Skjálfti verður frumsýnd þann 31. mars

Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 31. mars.

Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið. Þessar minningar neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.

Aðalhlutverk: Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Tinna Hrafnsdóttir,
Önnur hlutverk: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sveinn Geirsson, Bergur Ebbi Benediktsson, Benjamín Árni Daðason
Leikstjórn og handrit: Tinna Hrafnsdóttir
Framleiðandi: Hlín Jóhannesdóttir og Tinna Hrafnsdóttir

Myndin hefur fengið frábærar viðtökur á kvikmyndahátíðum erlendis og mikið lof erlendra gagnrýnenda.
⭐⭐⭐⭐1/2
„Gripping Icelandic psychological drama“
The Reviews Hub⭐⭐⭐⭐
„A stunning piece of work.“
The Hollywood News

⭐⭐⭐⭐
„Emotionally charged.“
Let The Movie Move Us“Powerful and emotive.“
Backseat Mafia

 

Kvikmyndin Skjálfti verður frumsýnd þann 31. mars í Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó Akureyri
Auglýsing

læk

Instagram