today-is-a-good-day

Lady Gaga opnar sig um andleg veikindi sín

Tónlistarkonan Lady Gaga opnaði sig nú á dögunum í viðtali á sjónvarpsstöðinni CBS um andleg veikindi sín og hvernig þau höfðu áhrif á plötuna hennar, Chromatica.

,,Ég gafst upp á sjálfri mér,“ viðurkennir hún. ,,Ég hataði að vera fræg, ég hataði að vera stjarna. Ég var uppgefin og búin á því.“

Öll lögin á Chromatica, sum mun greinilegra en önnur, fjalla um andlega heilsu hennar. Tónlistin á plötunni er einskonar rafmagns-pop-dans tónlist og fjalla textarnir um áföll, andleg veikindi og slæmu hliðina á frægðinni.

Í viðtalinu talar hún um reynslu sína af sjálfskaða og sjálfsvígshugsanir. ,,Það er ekki alltaf auðvelt ef þú átt við andleg veikindi að stríða að leyfa fólki að ,,sjá“ það,“ segir hún.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram